Næstum frá einum degi til annars, urðu íslendingar ríkasta þjóð í heimi. Tracy McVeigh fréttamaður, stödd í Reykjavík segir að lánsfjárkreppan láti peningana hverfa.

Snjórinn fellur á Reykjavík eftir óvenju hlýtt og langt sumar. Frostið hefur laðað fram draugalega græna slykju Norðurljósanna, sem þjóta um himingeiminn, yfir svörtum næturhimni borgarinnar.

Barir og veitingahús eru troðfull, Range Rover og BMW bifreiðum er pakkað, stuðara við stuðara, meðfram götunum í hverfi 101 og hávær tónlist glymur úr Hummer limúsínu á rúntinum.

„Hvað eigum við að gera? Það eru erfiðir tímar en við höfum eytt öllum deginum í að tala um vandamálin, horfa á fréttirnar versna og versna. Við urðum að fara út á lífið og hitta vini okkar. Kannski er þetta heimsendispartí, segir Egill Tómasson 32ja ára sem situr á Kaffibarnum.

Sjá alla greinina á síðum guardian.co.uk.

Mynd: Bláa lónið. Ljósmynd: Bruno Morandi/Getty.
Birt:
11. október 2008
Höfundur:
Tracy McVeigh
Tilvitnun:
Tracy McVeigh „Partíið er búið fyrir Ísland, eyjuna sem reyndi að kaupa heiminn“, Náttúran.is: 11. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/11/partiio-er-buio-fyrir-island-eyjan-sem-reyndi-ao-k/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: