Jóga með Kristbjörgu
Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir jógakennari með meiru er ný komin heim frá Indlandi þaðan sem hún sækir sér visku og jóga þjálfun hjá kennurum sínum í litlu þorpi í Gujarat héraði. Kennsla hjá henni verður sem hér segir í vetur:
Jóga á mánudögum og miðvikudögum í Kramhúsinu kl 12:00 – 13:15 og í Gerðubergi kl 17:15 – 18:30. Dans og jóga með áherslu á að rækta yamas og niyamas með jógaástunduninni.
Einnig verður jóga í hádeginu á þriðjudögum og fimmtudögum kl 12:00 – 13:00 að
Elliðavatni. Þar verður hún með stress- og streitulosandi jóga, þjálfun í að sleppa takinu og gefa eftir.
Kristbjörg býður einnig uppá einkaþjálfun og miðast tíminn þá við einn og hálfan klukkutíma í senn. Þar vinnur Kristbjörg með íslenska blómadropa. Nánari upplýsingar hjá Kristbjörgu kristbjorg@kristbjorg.is eða í síma: 861 1373.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Jóga með Kristbjörgu“, Náttúran.is: 3. febrúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/02/03/joga-meo-kristbjorgu/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.