Blóðberg
Blóðberg er mjög vinsæl kryddjurt (timjan). Blóðbergið er mest notað gegn flensu og kvefi, sérstaklega lungnakvefi og öðrum lungnasjúkdómum þar sem þarf að eyða sýklum og losa um slím. Blóðberg er einnig mjög gott við ýmsum meltingarsjúkdómum, s.s. maga- og garnarbólgu. Blóðberg linar krampa í meltingarfærum og er þá gjarnan notað með öðrum jurtum. Sterkt te af jurtinni, drukkið fjórum til sex sinnum á dag, 2-3 daga í senn, er talið gott itl að venja fólk af áfengisdrykkju.
Birt:
18. apríl 2010
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Blóðberg“, Náttúran.is: 18. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2007/05/17/blberg/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 17. maí 2007
breytt: 20. maí 2014