Umhverfis- og náttúruverndarsamtök á Íslandi fagna ábyrgri afstöðu Landsvirkjunar, sem hefur lýst því yfir að ekki verði ráðist í rannsóknarboranir í Gjástykki áður en fyrir liggi niðurstaða stjórnvalda um friðlýsingu Gjástykkis.

Engum vafa er undirorpið að Gjástykki er svæði - gjár, misgengi, hraun, eldgígar - sem er einstakt á heimsvísu og ríkisstjórn Íslands er einhuga um að friðlýsa svæðið algerlega.

Leyfi Orkustofnunar til rannsóknarborana í Gjástykki virðir að vettugi umsagnir umhverfisráðuneytisins og fagstofnanna þess, þ.e. Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar. Umhverfisráðherra hefur réttilega bent á að færð hafi verið fram þung náttúruverndarrök gegn veitingu leyfis til rannsókna í Gjástykki.

Brýnt er að umhverfisráðuneytið  ljúki við friðlýsingu Gjástykkis hið fyrsta.

Eldvötn - náttúruverndarsamtök
Framtíðarlandið
Landvernd
NAUST - Náttúruverndarsamtök Austurlands
Náttúruverndarsamtök Íslands
Náttúruverndarsamtök Suðurlands
SUNN - Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi

Ljósmynd: Í Gjástykkir, af vef Landverndar.

Birt:
14. janúar 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúruverndarfélögin fagna ábyrgri afstöðu Landsvirkjunar varðandi Gjástykki“, Náttúran.is: 14. janúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/01/14/natturuverndarfelogin-fagna-abyrgri-afstodu-landsv/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: