Sveppir
Sveppir eru dularfullar lífverur, reyndar teljast þeir ekki einu sinni til plönturíkisins heldur eru sérstakt fyrirbrigði í lífríkinu.
Á Íslandi eru nú um 2000 tegundir af sveppum þekktir. Þá eru ekki taldir með rúmlega 700 tegundir sveppa sem eru fléttumyndandi, þ.e. hafa þörunga í þjónustu sinni. Sveppir skiptast í marga flokka, en stærstir eru kólfsveppir og asksveppir.
Til að tína sveppi til matar er nauðsynlegt að afla sér haldgóðra upplýsinga því sumir sveppir eru eitraðir. Eiginlega þarf sveppatínslumaðurinn að komast í andlega snertingu við sveppina og bera virðingu fyrir einstökum eiginleikum þeirra. Sveppir vaxa ekki bara si svona heldur í sambýli við annan gróður.
Sveppir með svampbotni þykja bestir matsveppir hér á landi. Lerki- og furusveppir eru auðfundnastir og áhættuminnstir fyrir byrjendur og auðvelt að þekkja vaxtarstaði þeirra. Þegar nóg er af sveppum má henda stilk og svampbotni og nýta aðeins það besta.
Hægt er að rækta sveppi innanhúss í viðarkössum ef pláss er fyrir hendi. Sveppir innihalda meira af steinefnum en kjöt og innihalda mikið af próteini. Þeir eru því mjög næringarmiklir. Steikið ferska sveppi í smjöri eða hafið í sósur og súpur.
Þú sérð ýmsan fróðleik um sveppatínslu í Grasa-Guddu á Náttúran.is.
Birt:
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir, Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sveppir“, Náttúran.is: 19. maí 2014 URL: http://nature.is/d/2007/06/26/samgngur-grur/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 26. júní 2007
breytt: 13. júní 2014