Þorsteinn Guðmundsson fjallaði um peninga og erfðabreytt matvæli í pistli dagsins í Morgunútvarpi Rásar 2 í gær. Hann talaði um fyrirtækið Monsanto sem hann segir vera eitt það versta í heimi.

Þorsteinn nefndi nokkur dæmi um það sem hann kallar gróðahyggju Monsanto sem selur bæði erfðabreytt korn og skordýraeitur. Fullyrðingar forsvarsmanna þess um að þeir væru að vinna heiminum gagn væru einfaldlega rangar. Hann sagði að merkja ætti öll erfðabreytt matvæli með myndum, til dæmis af fiski með þrjú augu eða manni með tvö rassgöt.

Hlusta á það sem Þorsteinn Guðmundsson sagði um Monsanto og erfðabreytt matvæli í Morgunútvarpinu í gær.

Grafík: Í samræmi við hugmyndir Þorsteins um merkingar á erfðabreyttum matvælum, Guðrún A. Tryggvadóttir, Creative commons.

Birt:
14. apríl 2012
Höfundur:
Rúv
Tilvitnun:
Rúv „Gróðahyggja og erfðabreytt matvæli“, Náttúran.is: 14. apríl 2012 URL: http://nature.is/d/2012/04/14/grodahyggja-og-erfdabreytt-matvaeli/ [Skoðað:23. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: