Skilgreining á íslensku grænmeti er:

Íslenskt grænmeti er grænmeti, sveppir og krydd sem ræktað er upp af fræi/grói á Íslandi. Íslensk jarðarber eru jarðarber af plöntum ræktuðum á Íslandi af smáplöntum eða órótuðum græðlingum.

Eins og sést af ofangreindri skilgreiningu hefur verið erfitt fyrir íslenska neytendur að velja „íslenskt grænmeti“ umfram erlent vegna þess að ekki var skilda að merkja grænmeti uppruna sínum. Í dag tekur í gildi reglugerð sem kveðu á um að ferskar matjurtir í verslunum skuli merktar á umbúðum með upplýsingum um upprunaland. Það gildir einni ef ferskum matjurtum er blandað saman við og/eða þær skornar niður. Ef jurtirnar í blöndunni koma frá mismunandi löndum skal merkja hvert upprunaland fyrir sig á umbúðunum.

Sjá reglur um fánarönd Sambands garðyrkjubænda.

Sjá einnig handbók um flokkunarreglur fyrir grænmeti.

Birt:
1. september 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hvað er íslenskt grænmeti?“, Náttúran.is: 1. september 2009 URL: http://nature.is/d/2009/09/01/hvao-er-islenskt-graenmeti/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 16. september 2011

Skilaboð: