Yfirborð sjávar hækkar mun hraðar en áður var talið
Sérfræðingar Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna spá því að yfirborð sjávar muni hækka um sem nemur tveim og hálfum metrum til næstu aldamóta. Þetta er um fjörum sinnum meiri hækkun en Lofslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hafði spáð fyrir um á miðju síðasta ári. Ástæðan fyrir þessari geigvænlegu þróun er rakin til þess að bráðnun heimskautanna og jökla er mun örari en talið var fyrir ekki lengra en hálfu ári síðan. Suðurskautið og Grænlandsjökull bráðna mun hraðar en áætlað var og er sú breyting mesti áhrifavaldur þessarar skjótu þróunar.
Af íshulu Suðurskautsins bráðnuði um 135 milljónir tonna á árinu 2006. Haldi þróunin áfram mun bráðnun Suðurskautsins eins vera völd af eins metra hækkun yfirborðs sjávar fram til 2100. Ljóst er að stór landsvæði um allan heim munu fara undir vatn og því ekki neinn tími lengur til að bíða eftir næstu niðurstöðum vísindarannsókna áður en eitthvað er gert í málunum. Nú verða allir að taka ábyrgð á gerðum sínum og lifa eftir því, losa sem minnst og eiga frekar viðskipti við umhverfisvæn fyrirtæki og kaupa frekar umhverfisvænar vörur. Punktur og basta.
Myndin er frá Jökusárlóni. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Yfirborð sjávar hækkar mun hraðar en áður var talið“, Náttúran.is: 20. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/20/yfirboro-sjavar-haekkar-meira-en-aour-var-talio/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 29. apríl 2011