Fríkirkjan við Tjörnina tekur þátt í Grænum apríl með umhverfihugvekju í kvöld miðvikudaginn 27. apríl og hefst hún kl. 20:00.

Þau Ellen Kristjánsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson og Mónika Abendroth, ásamt Fríkirkjukórnum, syngja og leika af sinni alkunnu snilld.

Talað hefur verið um að séra Hjörtur Magni Jóhannsson veiti „græna syndaaflausn“, sem er auðvitað orðaleikur enda engum mögulegt að veita slíka syndaflausn frekar en þær syndaaflausnir sem reynt var að selja fólki hér fyrr á öldum. Hins vegar mun hann flytja hugvekju auk þess sem þau Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og Guðrún Bergmann talskona Græns apríl munu ávarpa gesti.

Fríkirkjan býður alla hjartanlega velkomna. Aðgangur er að sjálfsögður ókeypis!

Heimasíða Fríkirkjunnar.

Heimasíða Græns apríls.

Sjá alla þátttakendur í Grænum apríl hér á Græna Íslandskortinu.


Birt:
27. apríl 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Umhverfishugvekja í Fríkirkjunni í kvöld“, Náttúran.is: 27. apríl 2011 URL: http://nature.is/d/2011/04/27/umhverfishugvekja-i-frikirkjunni-i-kvold/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 28. apríl 2011

Skilaboð: