Þátttakendur í Grænum apríl á Græna kortinu
Þátttakendur í Grænum apríl hafa nú fengið sérstakan flokk á Græna Íslandskortinu hér á vefnum.
Grænkortakerfið/Green Map® System, er alþjóðlegt flokkunarkerfi sem skilgreinir aðila/fyrirbæri sem talist geta hluti af grænu hagkerfi, menningu og náttúrunni. Flokkarnir hér á landi eru 100 að tölu og skráðir aðilar og fyrirbæri um 3.000. Þátttakendur í Grænum april falla undir Grænt hagkerfi en allir flokkar þess eru auðkenndir með bláu íkoni. Græna kortið á að auðvelda þér að taka þátt í því að skapa sjálfbært samfélag með því að velja ætíð umhverfis- og mannvænni kostinn þegar þess er nokkur kostur.
Smelltu hér til að sjá staðsetningar Græns apríl þátttakenda á kortinu, listi yfir aðila í hópnum birtist í dálknum til hægri. Með því að smella á aðilann færð þú aðgang að ítarupplýsingum. Hægt er að slökkva á hópum með því að smella aftur.
Skilgreining nýja flokksins er eftirfarandi:
„Grænn apríl er tímabundið umhverfisverkefni sem hópur áhugafólks um umhverfismál hrinti í framkvæmd. Verkefnið hefst í apríl 2011 og áætlað að það verði árlegur viðburður í apríl til næstu 5 ára. Þátttaka er háð því að greitt sé í sameiginlegan sjóð. Markmiðið er að fá ríkisstjórnina, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að kynna vöru, þekkingu og þjónustu sem er græn og umhverfisvæn og styður við sjálfbæra framtíð á Íslandi.“
Íkon fyrir Grænan apríl hannaði Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Þátttakendur í Grænum apríl á Græna kortinu“, Náttúran.is: 30. mars 2011 URL: http://nature.is/d/2011/03/30/thatttakendur-i-graenum-april-graena-kortinu/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 31. mars 2011