Klausturvörur - verslun með vörur framleiddar í klaustrum
Á sýningunni Vistænn lífsstíll sem haldin var í Perlunni þ. 25.-26. apríl kynnti Marianne Guckelsberger verslunina Klausturvörur. Sérstaða verslunarinnar felst í innflutningi og sölu á vörum sem framleiddar eru í klaustrum víðs vegar í Evrópu. Mörg hráefnanna eru ræktuð í klausturgörðum á vistvænan eða lífrænan hátt og framleiðslan byggist á aldgömlum hefðum.
Kaþólsk klaustur hafa verið starfrækt í u.þ.b. 1600 ár og voru menningarmiðstöðvar öldum saman, sér í lagi á sviði lækningalista og handverks. Grænmeti, ávextir og lækningajurtir vour ræktaðar í klausturgörðum, bæði til sjálfsþurftar og til hjálpar við bágstadda, auk þess sem uppskriftir og náttúruleg lyf voru þróuð og varðveitt í aldaraðir innan veggja klaustranna.
Myndin er af Marianne Guckelsberger á sýningunni í Perlunni. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Klausturvörur - verslun með vörur framleiddar í klaustrum “, Náttúran.is: 30. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/28/klausturvorur/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. apríl 2008
breytt: 30. apríl 2008