Í dag þann 14. maí, er alþjóðlegi Fair trade dagurinn, en hann snýst um að berjast gegn fátækt og misskiptingu með því að vekja athygli fólks á mikilvægi Fair trade eða sanngjarnra viðskipta alls staðar í heiminum.

Berjumst gegn fátækt! Berjumst gegn misskiptingu! Berjumst gegn ósanngjörnum viðskiptum!

“Fátækt, loftslagsbreytingar og efnahagskreppan eiga sér alla sameiginlega rót – græðgi og fáfræði. Það er kominn tími til að við tökum málin í okkar eigin hendur, það er kominn tími breytinga. Ef við trúuum því að sanngjörn viðskipti séu bæði sjálfbær og árangursrík, þá er það lausnin á efnhagskreppunni.”

-Paul Myers, forseti World Fair Trade Organization

Í ár munu Breytendur taka þátt í dagskrá Fjölmenningardags Reykjavíkurborgar og vekja þannig athygli á hugmyndinni á bak við Fair Trade vottuðum viðskiptum og hvetja verslunareigendur til að auka úrval af Fair Trade vottuðum vorum í verslunum sínum.

Fjölmenningardagurinn hefst með stórri göngu frá Hallgrímskirkju að Ráðhúsinu kl. 13.00, en síðan er dagskrá í Ráðhúsinu og Iðnó, þar sem Breytendur verða með Fair trade bás og gjörning uppi á sviði. Allir eru hvattir til að mæta

Nánari upplýsingar:

Alþjóðleg heimasíða dagsins worldfairtradeday09.org.
Heimasíða World Fair Trade Organization wfto.com.
Íslenski Fairtrade hópurinn á Facebook.
Fair Trade vörur á Náttúrumarkaði.

Fair Trade búðin á Náttúrumarkaði.

Birt:
14. maí 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Alþjóðlegur dagur sanngjarnra viðskipta“, Náttúran.is: 14. maí 2011 URL: http://nature.is/d/2011/05/14/althjodlegur-dagur-sanngjarnra-vidskipta/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: