Áströlsk mynd um Ísland og orku
Á YouTube er nú aðgengileg áströlsk sjónvarpsmynd um Ísland, orku og stóriðju. Þar er talað við starfsfólk álvera, Ómar Ragnarson, Kolbrúnu Halldórsdóttur og fleiri. Glöggt er gests augað og gaman að heyra og sjá þessi málefni frá sjónarhóli andfætlinga vorra í Ástralíu. En þaðan kemur meðal annars mikið af því súráli sem rafgreint er í íslenskum álverum. Það tekur sex vikur að sigla með farminn yfir hálfan hnöttinn. Og svo þarf að flytja álið aftur út þannig að ljóst má vera að framleiðendur sjá verulega hagsmuni í að hafa verksmiðjur hér þrátt fyrir þessa miklu flutninga langt frá hráefni og mörkuðum. Það gerir líklega ódýrasta rafmagn í heimi.
Birt:
18. mars 2009
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Áströlsk mynd um Ísland og orku“, Náttúran.is: 18. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/17/astrolsk-mynd-um-island-og-orku/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 17. mars 2009
breytt: 18. mars 2009