Lífræn innkaup
Í lífrænni ræktun felst að varan hefur verið ræktuð án skordýraeiturs og tilbúins áburðar þar sem fylgt er reglugerð Evrópusambandsins um lífræna ræktun. Innan Evrópusambandsins er bannað að kalla vörur „lífrænt ræktaðar“ nema þær uppfylli reglugerð sambandsins. Merkingin metur ekki umhverfisáhrif vörunnar eða umbúða hennar. Mælt er með að keyptar séu lífrænar vörur ræktaðar á Íslandi frekar en erlendar sem hafa verið fluttar langar leiðir. Vottunarstofan Tún sér um lífrænar vottanir á Íslandi.
Sjá „lífrænu búðina“ hér á vefnum og aðila með lífræna vottun á Íslandi hér á „grænum síðum“.
Birt:
4. mars 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lífræn innkaup“, Náttúran.is: 4. mars 2011 URL: http://nature.is/d/2007/06/03/lfrn-innkaup/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 3. júní 2007
breytt: 21. maí 2014