Vistvernd í verki* býður upp á 15 klst. námskeið fyrir leiðbeinendur visthópa dagana 26.-28. maí nk. Námskeiðið er liður í að efla visthópastarf og stuðla að vistvænum lífsstíl og sparnaði í rekstri heimila.
Á námskeiðinu læra þátttakendur listina að leiðbeina. Farið verður í gegnum helstu verkefni leiðbeinandans, s.s. að stýra fundum, kveikja áhuga, vinna saman í hóp og miðla fróðleik um leiðir til sparnaðar og vistvænni lífsstíls. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu en þess er óskað að viðkomandi þekki viðfangsefnið eða hafi útskrifast úr visthópi.
Skráning hjá Sigrúnu í síma 552 5242 eða með tölvuskeyti til vistvernd@landvernd.is.

*Vistvernd í verki er alþjóðlegt samfélagsverkefni en Landverndar hefur umsjón með verkefninu hér á landi. Tilgangur verkefnsisins er að leiðbeinas þátttakendum í leit þeirra að sjálfbærum lífsstíl og samfélagi. Þátttaka í námskeiði Vistverndar í verki (þátttaka í visthópi) er afar árangursrík leið til að taka upp vistvænni lífsstíl. Lögð er áhersla á einfaldar breytingar á lífsstíl og að þátttakendur velji aðgerðir og breytingar sem þeim finnst áhugaverðar.

Mynd: Gerður Kristný Guðjónsdóttir, um mikilvægi þess að semja um rafræn póstsamskipti. Úr bæklingi Vistverndar í verki „Skref fyrir skref“. Smelltu hér til að sækja bæklinginn.
Ljósmyndina tók Odd Stefán.

Birt:
30. apríl 2011
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vistvernd i verki þjálfar leiðbeinendur og eflir vistverndarstarf“, Náttúran.is: 30. apríl 2011 URL: http://nature.is/d/2011/04/30/vistvernd-i-verki-thjalfar-leidbeinendur-og-eflir-/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: