Öllum sem áhuga hafa á útivist og náttúruvernd er boðið á myndasýningu á Kaffi Sólon, Bankastræti 7a, efri hæð, þriðjudaginn 31. maí kl. 20:30.

Sýndar verða ljósmyndir frá einu mesta háhitasvæði heims, lítt þekktrar náttúruperlna utan alfaraleiðar, svæði sem eru fágæt á lands- og heimsvísu; Kerlingarfjöll, Þjórsárver og háhitasvæðin við Torfajökul.

Á fundinum gefst  tækifæri til að kynnast náttúrusvæðum sem litið hefur verið til sem virkjunarkosta til raforkuframleiðslu fyrir stóriðju. Hálendisferðir hafa undanfarin sumur skipulagt ferðir um þessi svæði á forsendum útivistar og náttúruverndar og sýnum við myndir úr þeim ferðum.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis!

Ljósmynd: Frá Kerlingarfjöllum, mynd frá Hálendisferðum.

Birt:
30. maí 2011
Uppruni:
Hálendisferðir
Tilvitnun:
Ósk Vilhjálmsdóttir „Boð á náttúrumyndasýningu“, Náttúran.is: 30. maí 2011 URL: http://nature.is/d/2011/05/30/bod-natturumyndasyningu/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: