Náttúran.is hafði það að markmiði að ná 50. sæti í vefmælingum Modernus á árinu 2011. Í síðustu viku, 15. viku ársins, var því markmiði náð en þá sóttu 6.252 einstaka gestir vefinn og 28.744 síðum var flett. Að ná markmiðinu nú er mjög ánægjuleg fyrir okkur aðstandendur vefsins og góð afmælisgjöf en Náttúran.is mun fagna fjögurra ára afmæli sínu eftir eina viku, á Degi umhverfisins, en vefurinn fór í loftið á Degi umhverfisins þ. 25. apríl 2007.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og ekki óliklegt að Náttúran.is eigi stóran þátt í því að umhverfisumræðan er dýpri og útbreyddari en nokkru sinni fyrr. Vefurinn er stöðugt að sækja fram og er sá staður þar sem allir geta sótt sér ókeypis umhverfisfræðslu í fjölda þjónustuliða og nálgast fréttir og upplýsingar um þá aðila sem eru að vinna að umverfis-, náttúru- og heilsutengdri framleiðslu eða þjónustu.

Náttúran vill þakka öllum gestum vefsins, nýjum og gömlum, fyrir heimsóknirnar og hvetur alla til að láta vini sína vita af vefnum, annað hvort með því að senda þeim tengil á einstaka greinar eða í gegnum nýstofnaða Facebooksíða Náttúrunnar.

Birt:
18. apríl 2011
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúran.is í 50. sæti allra vefja á Íslandi “, Náttúran.is: 18. apríl 2011 URL: http://nature.is/d/2011/04/18/natturan-i-50-saeti-allra-vefja-islandi/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: