Grindavík hafnar háspennulínum
Í frétt á vef Landverndar kemur fram að forsendur fyrir byggingu álvers í Helguvík séu í raun brosnar þar sem byggingarnefnd Grindavíkur hafnaði nýjum háspennulínum nema að þær yrðu lagðar í jörðu eða lægju samhliða núverandi háspennulínum. Í fréttinni segir m.a.:
Á fundi hjá skipulags og bygginganefnd Grindavíkur þann 13. september 2007 var öllum valkostum Landsnets um orkuflutninga í landi Grindavíkur hafnað. Nefndin samþykkir aðeins háspennulínur meðfram þeim línum sem fyrir eru í sveitarfélaginu. Í vor hafnaði Sandgerðisbær háspennulínum fyrir hugsanlegt álver í Helguvík og stóð bæjarstjórnin við ákvörðun sína þrátt fyrir ítrekaðar óskir Landsnets um að fá að leggja háspennulínu um Ósabotna og Stafnes. Nýlega neitaði bæjarráð í Vogum að taka afstöðu til þeirra valkosta sem Landsnet bauð upp á þar sem jarðstrengir voru ekki í boði þrátt fyrir óskir þess efnis á fundi með Landsneti. „Þar með virðist ljóst að ef álver rís i Helguvík þá þarf að flytja alla orku með jarðstreng. Ef marka má orð Þórðar Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Landsnets, virðist álver í Helguvík þar með ekki raunhæfur kostur“.
Birt:
Tilvitnun:
Landvernd „Grindavík hafnar háspennulínum“, Náttúran.is: 15. september 2007 URL: http://nature.is/d/2007/09/15/grindavk-hafnar-hspennulnum/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.