Eyjafjallajökull er eldkeila og svipar þar með til fjalla eins og Fuji eldfjallsins í Japan og til Mt. St.Helens í Bandaríkjunum. Fyrir gosið nú þakti um 80 km2 jökull eldfjallið og er Gígjökull stærstur þeirra skriðjökla er skríða niður úr meginjöklinum. Gígurinn í toppi fjallsins er um 2,5 km í þvermál. Gosefnin sem koma upp úr Eyjafjallajökli eru allt frá mjög basískri kviku sem myndar ankaramít yfir í ísúra kviku sem myndar dasít sem er í milliröð.

Eldgos í Eyjafjallajökli á sögulegum tíma eru sennilega tvö. Eyjafjallajökull gaus 1612-1613 og virðist sem Katla hafi farið af stað á svipuðum tíma, en það er þó ekki alveg víst. Síðara gosið hófst þann 19.desember árið 1821. Gos það stóð í allt að tvö ár. Í kjölfar þessa goss hófust eldsumbrot í Kötlu.

Það er ljóst að náin tengsl eru á milli Eyfjallajökuls annars vegar og Kötlu hins vegar. Aftur á móti er ekki vitað nákvæmlega hvernig þeim tengslum er háttað. Ljóst er þó að eftir að gos hófst í Eyjafjallajökli nú árið 2010 eru meiri líkur en áður á því að eitthvað geti gerst í Kötlu. Hvenær og hvort Katla gýs veit þó enginn með vissu og munu jarðvísindamenn fylgjast grannt með þróun mála.

Sjá staðsetningu Eyjafjallajökuls hér á Grænum síðum.

Virk eldfjöll á Íslandi eru öll að finna á Græna kortinu undir flokknum „Eldfjall“.

Birt:
16. apríl 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Gosið í Eyjafjallajökli 2010“, Náttúran.is: 16. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2010/04/16/gosid-i-eyjafjallajokli-2010/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 30. mars 2012

Skilaboð: