Landvernd mun kynna framtíðarsýn sína um Reykjanesskagann sem eldfjallagarð og fólkvang í Norræna húsinu þ. 07. 09 kl. 13:00. Fjallað verður um þá fjölmörgu möguleika sem svæðið hefur upp á að bjóða í náttúruvernd, útivist, ferðaþjónustu og nýtingu jarðvarma og jarðhitaefna.
Fundarstjóri verður Björgólfur Thorsteinsson, formaður Landverndar.

Framsögumenn:
Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri umhverfisráðuneytisins,
„Ávarp og setning ráðstefnunnar“.
Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar,
„Framtíðarsýn Landverndar“.
Sigmunudur Einarsson, jarðfræðingur,
„Jarðfræði Reykjanesskagans“.
Haukur Jóhannesson, jarðfræðingur og fyrrum formaður Ferðafélags Íslands,
„Tækifæri til útivistar á Reykjanesskaganum“.
Albert Albertsson, aðstoðarforstjóri Hitaveitu Suðurnesja,
„Nýtingamöguleikar og framtíðarsýn um auðlindagarð“.
Anna Dóra Sæþórsdóttir, landfræðingur og lektor við Háskóla Íslands,
„Ferðamenn - óskir og þarfir“.
Freysteinn Sigurðsson, jarðfræðingur varaformaður Landverndar,
„Verndargildi Reykjanesskagans“.
Að framsögu lokinni verða opnar umræður.
-
Dúettinn Hellvar mun leika nokkur lög og til sýnis verða málverk Jóhanns G. Jóhannssonar, Tindar og pþramídar, en Jóhann sækir innblástur sinn í Keili á Reykjanesi.

Sjá frétt um hugmyndir um eldfjallagarðinn og fólkvanginn á vef Landverndar frá 24. 08. 2006.

Myndin er af klettamyndunum við Kleifarvatn. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
4. september 2006
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Eldfjallagarður og fólkvangur - Ráðstefna Landverndar um Reykjanesskagann“, Náttúran.is: 4. september 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/radst_reykjanesskagi/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 11. maí 2007

Skilaboð: