Í dag rofaði til og samkomulag um myndun nýrrar ríkisstjórnar var tilkynnt í kvöldfréttunum. Ráðherraskipan og formlegur frágangur á að vera yfirstaðinn á morgun. Samfylkingin og VG undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, með stuðningi Framsóknar, mun því taka við rústunum og sigla þjóðarskútunni í 85 daga eða þar til boðaður kjördagur 25. apríl mun leiða í ljós vilja þjóðarinnar með lýðræðislegri kosningu sem sett hefur verið á þ. 25. apríl sem er reyndar frátekinn sem „Dagur umhverfisins“ en það er vonandi að útkoma kosninganna verði þá á þá leið að umhverfið verði sigurvegarinn og fólkið í landiun þar með. Myndin er tekin í gær kl. 18:17 frá Hveragerði í SV-átt. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadólttir.
Birt:
31. janúar 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sjá roðann í vestri“, Náttúran.is: 31. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/31/rauorondott-stjorn-i-stil-vio-solarlagio/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: