Globe verkefnið endurvakið
Landvernd hefur tekið við umsjón Globe-verkefnisins á Íslandi, en Globe er alþjóðlegt umhverfisverkefni með þátttöku skóla um veröld víða. 11 skólar tóku þátt í verkefninu á Íslandi á sínum tíma en starfsemin hefur legið í láginni undanfarið.
Eftir að Landvernd tók við umsjón með verkefninu er Alviðru ætlað að vera miðstöð Globe á Íslandi.
Því var vel við hæfi að endurvekja verkefnið með útplöntun í sameiginlegu útplöntunarátaki Globe vítt og breitt um veröldina, með því að planta nokkrum reynitrjám í Alviðru.
Krakkar í 6. bekk Vesturbæjarskóla tóku þátt í útplöntuninni og fórst þeim verkið vel úr hendi.
Trjánum var plantað í skógarreit norðan við bæinn í Alviðru í grennd við Vigdísarrjóður sem plantað var í til heiðursVigdísi Finnbogadóttur verndara Landverndar, í tilefni af 75 ára afmælis hennar 15. apríl 2005.
Eftir að Landvernd tók við umsjón með verkefninu er Alviðru ætlað að vera miðstöð Globe á Íslandi.
Því var vel við hæfi að endurvekja verkefnið með útplöntun í sameiginlegu útplöntunarátaki Globe vítt og breitt um veröldina, með því að planta nokkrum reynitrjám í Alviðru.
Krakkar í 6. bekk Vesturbæjarskóla tóku þátt í útplöntuninni og fórst þeim verkið vel úr hendi.
Trjánum var plantað í skógarreit norðan við bæinn í Alviðru í grennd við Vigdísarrjóður sem plantað var í til heiðursVigdísi Finnbogadóttur verndara Landverndar, í tilefni af 75 ára afmælis hennar 15. apríl 2005.
Birt:
2. október 2008
Tilvitnun:
Landvernd „Globe verkefnið endurvakið“, Náttúran.is: 2. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/02/globe-verkefnio-endurvakio/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.