í dag, 22. september 2009, er Bíllausi dagurinn, lokadagur Evrópsku samgönguvikunnar. Tilgangur hans er að fá fólk til að huga að öðrum ferðamáta en með einkabílum. Fyrir fjölda fólks eru til valkostir s.s. almenningsvagnar, reiðhjól, ganga eða samflot. Nú á tímum samdráttar hefur dregið úr akstri einkabíla og aukinn áhugi er á öðrum leiðum. En það er náttúrulega ekki nóg að breyta háttum sínum einn dag á ári. Það þarf að breyta háttum allt árið.

Í tilefni dagsins fer fram í Mosfellsbæ kynning og reynsluakstur á rafmagnsbílum, metanbílum, tvinnbílum, rafmagnshjólum og ýmsum áhugaverðum reiðhjólum. Þessi farartæki verða staðsett á bílaplani austan við Kjarna, til móts við Bónus, kl. 16:30-18:00.

Í boði verða:
Prius tvinnbílar frá Toyota
Reva rafmagnsbílar frá Orkuveitunni
Metanbílar frá Metan
Rafmagnshjól frá Icefin
Ný sjálfskipt reiðhjól frá Erninum

Birt:
22. september 2009
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Bíllausi dagurinn 2009“, Náttúran.is: 22. september 2009 URL: http://nature.is/d/2009/09/22/billausi-dagurinn-2009/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. september 2010

Skilaboð: