Betri samgöngur fyrir hjólandi
Göngum lengra og hjólum meira er Grænt skref í Reykjavík sem Gísli Marteinn Baldursson ný r formaður umhverfis- og samgönguráðs ætlar að vinna að á þessu ári. „Ég er sannfærður að hægt verði að margfalda þann fjölda í Reykjavík sem fer daglega leiðar sinnar gangandi, hjólandi eða í strætó,“ segir hann.
„Ég er mjög ánægður að geta tekið við ráðinu aftur enda vorum við í miðjum kliðum. Spennandi skipulag og framkvæmdir voru framundan þegar meirihlutaskipti urðu í borginni í október,“ segir Gísli Marteinn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og segist hlakka til að vinna á ný með starfsfólki Umhverfis- og samgöngusviðs.
„Við munum taka til óspilltra málanna þar sem frá var horfið og hefjast handa við mörg verkefni í tengslum við Grænu skrefin í Reykjavík,“ segir Gísli. „Almenningssamgöngur voru í öndvegi hjá okkur á liðnu ári, við bættum þjónustuna og gáfum námsmönnum frítt í strætó. Hjólreiðar verða í brennidepli á þessu ári. “ .
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkur „Betri samgöngur fyrir hjólandi“, Náttúran.is: 25. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/25/betri-samgongur-fyrir-hjolandi/ [Skoðað:23. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.