Gróðursettu tré
Að gróðursetja tré er ekki bara gott fyrir náttúruna heldur getur það verið reglulega skemmtilegt verkefni fyrir fjölskylduna að gera saman.
Finndu góðan stað til að gróðursetja tréð, t.d. úti í garði, hjá sumarbústaðinum eða á næsta skógræktarsvæði. Skoðaðu vel hvernig tré hentar best loftslaginu og stærð garðsins eða svæðisins, þú getur t.d. farið á næsta bókasafn og fengið garðyrkjubækur lánaðar eða leitað að upplýsingum á veraldarvefnum. Lestu þig til um hvernig og hvenær er best að gróðursetja þá trjátegund sem þú hefur valið.
Þú þarft:
Tré til að gróðursetja, myndavél til að taka myndir af gróðursetningunni og stílabók eða teikniblokk fyrir trédagbók en þar getur þú teiknað það, skráð stærð þess, eða skrifað niður eitthvað annað sem þér finnst skipta máli.
Munið svo að fylgjast vel með trénu og passið að það vaxi og dafni vel.
Myndin er af 2-3ja ára gamalli víðisplöntu sem gróðursett var og skorin niður til að þétta hana. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Gróðursettu tré“, Náttúran.is: 28. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/28/grursettu-tr/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 1. maí 2011