Kolviður - Icelandic Carbon Fund - er sjóður sem miðar að því að binda kolefni í gróðri og jarðvegi í þeim tilgangi að draga úr styrk koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti.

Kolviður reiknar losun koldíoxíðs bifreiða og flugferða ásamt því hversu mörgum plöntum þarf að planta til kolefnisjöfnunar og kostnað við plöntun. Gegn greiðslu reiknaðrar upphæðar til Kolviðar telst fyrirtæki kolefnisjafnað. KPMG vottar ferlið í samvinnu við óháða fagaðila á sviði skógræktar og landgræðslu.

Nýlega var opnað fyrir þann möguleika á vef Kolviðar að gefa gjöf sem vex og dafnar. Þegar þú gefur gjafabréf Kolviðar þá verða gróðursett tré til að binda kolefni og græða örfoka land.

Dæmi: Fyrir eitt þúsund krónur verða gróðursett sjö tré sem binda um eitt tonn af CO2. Hægt er að velja þá upphæð sem gjöfin á að hljóða uppá beint á vef Kolviðar. Til að gefa gjafabréf Kolviðar ferð þú einfaldlega inn á vefinn kolvidur.is og gengur frá bréfinu. 

Hér á Grænum síðum getur þú séð hvaða fyrirtæki hafa kolefnisjafnað sig með því að taka þátt í Kolviðarverkefninu

Birt:
5. apríl 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Gjafabréf Kolviðar“, Náttúran.is: 5. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/05/gjafabref-kolvioar/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: