Hrun á peningamörkuðum hefur haft gríðarleg áhrif á okkur öll og margir góðir menn og konur eru á barmi gjaldýrots og fyrirtæki í mörgum geirum að verða óstarfhæf. Það er þó mikilvægt að loka sig ekki af með vandamálin heldur fara út á meðal fólks og borða hollan og góðan mat til að styrkja taugar og kropp.

Á höfuðborgarsvæðinu er úrval heilsumatstaða orðið mjög fjölbreytt þó að það sama sé ekki upp á teninginn þegar fjær dregur borginni. Aðeins á nokkrum stöðum á landinu t.d.. á Staðnum - náttúrulega og Friðriki V á Akureyri og Heislustofnun Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði eru starfandi matstaðir sem gefa sig sérstaklega út fyrir að elda heilsusamlega grænmetisrétti.

Matsölustaðir eins og Grænn kostur, Á næstu grösum, Á grænni grein, Maður lifandi, Garðurinn, Gló, Hljómalind, Icelandic Fish & chips o.fl. taka vel á móti gestum sínum. Auk þess bjóða flest siðmenntuð veitingahús nú upp á að heibrigða rétti enda er fólk orðið miklu meðvitaðara um það sem það lætur ofan í sig.

Í gær bauð Á næstu grösum fóki upp á ókeypis súpu sem var að sjálfsögðu sérlega vinsælt. Fleiri matsölustaðir mættu fylgja í kjölfarið með góðar kreppuhugmyndir enda príðisgóð auglýsing að sýna slíka góðmennsku.

Hér á grænum síðum finnur þú þessa matsölustaði alla og getur séð hvar þer eru staðsettir á landinu.

Myndin er tekin í veitingastaðnum Gló. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
14. október 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Grænmetis- og heilsumatstaðir á Íslandi“, Náttúran.is: 14. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/14/graenmetis-og-heilsumatsaoir-islandi/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: