Heimskaffi 3: Samgöngur á grænu brautinni
Þriðja heimskaffið, sem er hugarflugs samseta, verður laugardaginn 7. mars frá kl 17:00 - 19:30 á Háskólatorgi sal 101.
Þessar samsetur eru hugsaðar til að finna hugmyndir og viðhorf grasrótarinnar til ákveðinna málefna. Á fyrsta heimskaffinu var tekið á nýsköpun og möguleikum á framleiðslu hönnunarvöru hérlendis, á öðru heimskaffinu var fjallað um sjálfbærni og gildi fyrr og nú. Þriðja Heimskaffið tekur fyrir samgöngur og þær nauðsynlegu breytingar sem standa fyrir dyrum á því sviði.
Fyrsti íslenski bensínbíllinn sem breytt er í rafmagnsbíl, hraðlest Reykjavík-Keflavík, alíslenskur arftaki Strætó og innlend orka á allan bílaflota Íslands eru á meðal efna sem kynnt verða á fundinum.
Dagskrá:
17:00 Stóra myndin og tækifæri Íslands. Guðjón Már, Hugmyndaráðuneytið
17:15 Raunverulegt ástand og leið að sjálfbærni fyrir Ísland. Dr. Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseta verkfræði- og náttúrvísindasviðs HÍ
17:30 Sjálfstæði – Sjálfbærni. Hermann Guðmundsson, forstjóri N1
17:45 Sætó-Nýr Strætó. Ari Arnórsson, uppfinningamaður og frumkvöðull
18:00 Intercity raflest Reykjavík-Keflavík. Dagur Hilmarsson, Íslenska Lestarfélagið
18:15 Hlé
18:30 Innlend orka í samgöngum: Rafmagn & Gas. Teitur Þorkelsson, framkvæmdastjóri Famtíðarorku
18:45 Bensínbíl breytt í rafmagnsbíl. Helgi Þór Ingason, dósent, verkfræðideild HÍ
19:00 Reykjavík 2020. Svanhildur Konráðs – Formaður Framtíðarhóps um helstu tækifæri Reykjavíkurborgar
19:15 Niðurstöður dregnar saman. Pétur Haraldsson, stjórnarformaður Framtíðarorku
19:20 Umræður, lok & networking
Fundurinn er öllum opinn. Dagskráin er snörp, fjölbreytt og hnitmiðuð. Hvert erindi er tíu mínútur, spurningar og svör í fimm. Umræður í fundarlok.Allir velkomnir!
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Heimskaffi 3: Samgöngur á grænu brautinni“, Náttúran.is: 6. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/06/heimskaffi-3-samgongur-graenni-grein/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.