Aðalfundur Landverndar, haldinn 3. maí 2008 í Norræna húsinu í Reykjavík, skorar á stjórnvöld að hefja þegar í stað vinnu um skipulag ferðannavega og ferðamannaleiða.

Greinargerð:
Landvernd hefur áður ályktað um ferðamannavegi og er bent á fyrri samþykktir og hálendisvegaskýrslu Landverndar.
Núverandi ökuleiðir á miðhálendinu ásamt ferðamannaleiðum á láglendi eru ýmist til komnar fyrir tilviljanir, fylgt var fornum reiðleiðum, þær byggja á framtaki einstaklinga og félagasamtaka, eða eru tilkomnar vegna orkuframkvæmda.
Móta þarf stefnu um ferðaleiðir gangandi, ríðandi, hjólandi og akandi umferðar.
Eðlilegt er að fulltrúar náttúruverndarfélaga, Samtök Útivistarfélaga, Samtök
Ferðaþjónustunnar, Samtök Sveitarfélaga og viðkomandi ráðuneyti komi að þessari stefnumörkun. Þessi málaflokkur varðar alla landsmenn.

Birt:
11. maí 2008
Höfundur:
Landvernd
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Ferðamannavegir og miðhálendið“, Náttúran.is: 11. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/07/feroamannavegir-og-miohalendio/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 7. maí 2008
breytt: 11. maí 2008

Skilaboð: