Almenningssamgöngur
Mikil umræða hefur verið á undanförnum árum um það hvernig hægt sé að fá fólk til að stíga út úr einkabílunum og nota almenningssamgöngur. Í kjölfar þess hefur þróunin verið í þá átt að fjölga strætóferðum frá höfuðborginni á landsbyggðina sem hefur gerbreytt búsetuskilyrðum t.a.m. á suður- og vesturlandi.
Þar sem almenningssamgöngur eru fyrir hendi er tilvalið að nota þær. Að ferðast með strætó eða rútu getur verið mun þægilegri leið til að komast á milli staða og sannarlega umhverfisvænna.
Strætó-appið er einfalt forrit í símann þinn sem sýnir þér hvenær næsti strætó kemur og hvert hann fer. Auk þess geturðu fundið bestu leiðina þangað sem þú ætlar og leitað uppi næstu biðstöð á rauntímakortinu á Straeto.is.
Sækja Strætó-appið fyrir iPhone, Android og Windows ókeypis.
Almenningssamgöngum á landi á Íslandi má skipta í þrennt. Í fyrsta lagi fólksflutninga á milli sveitarfélaga, rekna samkvæmt sérleyfi frá Vegagerðinni. Í öðru lagi almenningssamgöngur innan sveitarfélaga. Í þriðja lagi almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, sem eru að hluta á milli sveitarfélaganna sem eiga aðild að Strætó bs. og að hluta innan þeirra. Þar sem almenningssamgöngur eru í boði er misjafnt hvort þær eru reknar í tengslum við akstur skólabarna eða akstur með fatlaða og aldraða.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Samband Íslendskra Sveitarfélaga, Strætó bs „Almenningssamgöngur“, Náttúran.is: 19. maí 2014 URL: http://nature.is/d/2007/06/26/almenningssamgngur/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 26. júní 2007
breytt: 19. maí 2014