Almanak SORPU 2009 komið út
Almanak SORPU bs er nú komið út í áttunda skipti en það var að þessu sinni unnið í samstarfi við Safnasafnið á Svalbarðsströnd. Almanakinu er dreift á öllum starfsstöðvum SORPU, s.s. á endurvinnslustöðvum og í Góða hirðinum, nytjamarkaði SORPU og líknarfélaga. Það er einnig sent í alla skóla og leikskóla á höfuðborgarsvæðinu, sem og aðra samstarfsaðila SORPU.
Flest verkin sem prþða síður þess eru fengin að láni hjá safninu en það á um 4000 verk. Verkin sem urðu fyrir valinu eiga það sameiginlegt að vera unnin úr verðlausum efnum og gefa góða hugmynd um hvað hægt er að gera ef sköpunarkrafturinn fær að njóta sín. Í nútíma samfélagi hefur verið viðtekin venja að henda því sem ekki er þörf fyrir lengur og einnota umbúðir fara í ruslið svo tonnum skiptir á hverjum degi. Almanakinu er ætlað að vekja fólk til umhugsunar og sýna fram á að í ruslinu geta falist verðmæti. Efniviður í allskyns nýja hluti leynist víða og ruslið getur orðið að einstökum listaverkum eða nýjum vörum og umbúðum við endurvinnslu.
Sjá almanakið.
Sjá vef SORPU.
Sjá nánar um endurvinnsluflokkana og hver tekur við hverju á öllu landinu hér á Grænum síðum.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Almanak SORPU 2009 komið út“, Náttúran.is: 26. desember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/12/26/almanak-sorpu-komio-ut/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 23. febrúar 2009