Hrafnaþing nú á netinu
Hrafnaþing er heiti á fræðsluerindum Náttúrufræðistofnunar sem eru á dagskrá yfir vetrartímann og er að jafnaði annan hvern miðvikudag í hádeginu. Árið 2003 fékk stofnunin inni í sal Möguleikhússins við Hlemmtorg og gafst þá færi á að bjóða gestum að hlýða á erindin.
Á Hrafnaþingi kynna stafsmenn stofnunarinnar rannsóknir sínar og gestafyrirlesurum er boðið að flytja erindi. Hrafnaþing er vettvangur fyrir umræður um náttúrufræði. Fræðsluerindi á Hrafnaþingi eru opin öllum!
Erindin eru flutt í sal Möguleikhússins á Hlemmi frá kl. 12:15-13:00. Nú er einnig hægt að fylgjast með Hrafnaþingi á netinu. Ef þú vilt vera á útsendingaskrá fyrir Hrafnaþing þá sendu póst hér.
Sjá vef Náttúrufræðistofnunar.
Myndin er af hvítsmára [Trifolium repens]. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Náttúrufræðistofnun Íslands „Hrafnaþing nú á netinu“, Náttúran.is: 7. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/07/hrafnathing-nu-netinu/ [Skoðað:22. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.