Ávextir á Náttúrumarkaði
Ferskir ávextir eru oft grunsamlega fagrir. Það er ekki einungis að ljótu ávextirnir hafa verið flokkaðir burt, heldur hafa margir ávextir einnig verið úðaðir eða þvegnir með skordýraeitri til þess að þeir líti betur út. Lífrænir ávextir hafa hins vegar ekki verið þvegnir upp úr eiturefnum, ekki hafa verið notuð fyrirbyggjandi lyf og varnarefni og einungis er notaður lífrænn áburður. Auk þess eru umhverfisáhrif slíkrar framleiðslu mun jákvæðari í alla staði. Því má treysta ef að framleiðslan er vottuð af viðurkenndum vottunaraðila. Innan Evrópusambandsins er reglugerð sem skilgreinir lífrænt ræktuð matvæli og er bannað að auglýsa matvörur sem lífrænt ræktaðar nema þær uppfylli viðkomandi reglugerð. Vottunarstofan Tún á Íslandi er meðlimur í IFOAM alþjóðasamtökum sem votta lífrænt ræktuð matvæli.
Munurinn á vistvænni og lífrænni ræktun ávaxta er sá að í lífrænni ræktun er ekki leyfilegt að nota tilbúinn áburð eða hefðbundin eiturefni á meðan vistvæn ræktun er í raun venjulegur búskapur og leyfilegt er að nota ofantalin efni en í hófi þó. Vistvænn búskapur er gæðastýrður hefðbundinn búskapur og er gæðaeftirlit, vottun og vörumerki á höndum búnaðarsambanda. Ekkert eftirlit hefur þó verið með merkinu Vistvæn landbúnaðarafurð um árabil.
Grafík: Tákn ávaxtadeildar Náttúrumarkaðarins, hönnun: Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran er ehf.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Ávextir á Náttúrumarkaði“, Náttúran.is: 24. febrúar 2014 URL: http://nature.is/d/2007/11/02/vextir-nttrumarkai/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 2. nóvember 2007
breytt: 16. júlí 2014