Stærstu iðnríki heims styðja samhæfðar aðgerðir undir forystu SÞ
Hópur þeirra ríkja sem losa mest af gróðurhúsalofttegundum á ári hverju hafa lýst yfir stuðningi við átak undir forystu Sameinuðu þjóðannam til að minnka losun lofttegundanna. Hins vegar hefur ekki náðst samstaða um hvernig væri best að nálgast það markmið. Fulltrúar frá mest mengandi þjóðum heims, Bandaríkjunum og Kína, eru á svæðinu ásamt fulltrúum harðvaxandi hagkerfa á borð við Brasilíu og Indónesíu.
Halldór Þorgeirsson vinnur hjá Loftslagsstofnun Sameinuðu þjóðanna. Hann segir í samtali við Reuters í dag að umræðurnar á fundinum einkennist ekki af hörku, heldur vilji menn frekar komast að niðurstöðu sem allir geta unað við. Fulltrúar hagkerfanna í mestum vexti vilja að þau lönd sem eru komin einna lengst í iðnvæðingu og losa mest, á borð við Bandaríkin, geri meira til að minnka sína gróðurhúsalofttegundalsun.
„Umræðan um loftslagsbreytingar hefur loks færst frá því að vera umræða um stefnumótum, í það að menn eru nú tilbúnir að ræða raunverulegar lausnir,” sagði Halldór í samtalið við Reuters..
Birt:
Tilvitnun:
Viðar Þorsteinsson „Stærstu iðnríki heims styðja samhæfðar aðgerðir undir forystu SÞ“, Náttúran.is: 17. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/17/staerstu-ionriki-heims-styoja-samhaefoar-aogeroir-/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.