Rósasæla - Ný Sælusápa á Náttúrumarkaði
Á síðasta ári hóf ung kona, Guðríður Baldvinsdóttir, framleiðslu á náttúrulegum sápum á býli sínu í Kelduhverfi. Guðríður er sauðfjárbóndi og skógfræðingur að mennt en langaði til að fara út í að gera áhugamál sitt, sápugerðina, að smáiðnaði meðfram öðrum störfum á býlinu.
Fyrir jólin hóf Náttúrumarkaðurinn sölu á tveim tegundum af Sælusápum Heiðasælu - blóðbergssápu og Sveitasælu - með íslensku byggi, mjólk og hunangi, en sápurnar nutu það mikilla vinsælda að þær seldust upp frá framleiðanda nokkru fyrir jól. Sjá grein um Sælusápurnar tvær þegar þær komu fyrst inn á Náttúrumarkað.
„Gamaldags" sápur eins og framleiddar eru hjá Sælusápum eru afturhvarf til fortíðar hvað varðar framleiðsluferli og innihald, þó nýtt sé nútímaúrval af gæða olíum til að tryggja að sápurnar séu mildar fyrir húðina.
Efsta myndin er af sápunum þremur frá Sælusápum sem nú eru til sölu hér á vefnum, sú t.v. er af nýju sápunni Rósasælu en verðið á sápunum eru 540 IKR.
Skoða Rósasælu hér á Náttúrumarkaði. Ef þú ert að versla í fyrsta skipti hér á vefnum þá skoðaðu hvernig búðin virkar. Þú getur auðvitað einnig hringt í okkur í 483 1500 og greitt beint inn á bankareikning okkar ef þú notar ekki kreditkort.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Rósasæla - Ný Sælusápa á Náttúrumarkaði“, Náttúran.is: 30. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/30/rosasaela-ny-saelusapa-natturumarkao/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.