Miðaldamarkaðurinn að Gásum enn í fullum gangi
Miðaldamarkaðurinn að Gásum við Eyjafjörð var opnaður síðastliðinn laugardaginn en í Gásakaupstað hinum forna, um 11 km. norðan Akureyrar er talið að viðskipti við erlenda sæfara hafi farið fram allt frá 12. til 15. aldar, áður en Akureyri varð „kaupstaður“ svæðisins.
Á undanförnum árum hefur farið fram víðtækur fornleifauppgröftur að Gásum og samfara þeim var ákveðið að endurvekja Gási sem verslunarkaupstað í nokkra daga á ári og færa miðaldastemninguna inn í nútímann.
Fjöldi áhugahópa um menningarsöguna og fornt handverk af öllu landinu og frá öðrum löndum taka þátt í miðaldamarkaðinum sem er bæði lifandi sýning og markaður fyrir vörur sem unnar eru á grunni handverks sem annað hvort hefur verið endurvakið (eða verið er að rannsaka) eða byggir að einhverju leiti á arfleifðinni.
Miðaldamarkaðurinn stendur að þessu sinni í fjóra daga og lýkur á morgun þriðjudag um kl. 17:00. Enn er því tækifæi til að upplifa þessa frábæru uppákomu, læra um söguna og gera góð kaup.
Myndin eru tekin að Gásum á opnunardaginn. Ljósmyndir: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Miðaldamarkaðurinn að Gásum enn í fullum gangi“, Náttúran.is: 20. júlí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/07/20/mioaldarmarkaourinn-ao-gasum-enn-i-fullum-gangi/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.