Vatnsverksmiðja Icelandic Water Holdings ehf. var gangsett á föstudag en verksmiðjan mun veita um 60 manns vinnu og annar hún í fyrsta áfanga átöppun um hundrað milljón lítra af vatni á ári og áætlanir eru um að auka framleiðslugetuna verulega þegar fram líða stundir. Verksmiðjan er í landi Hlíðarenda í Ölfusi við Þorlákshöfn og er um 6.700 fermetrar að stærð.

Fyrirtækið er í eigu Jóns Ólafssonar, Kristjáns Jónssonar og bandaríska fyrirtækisins Anheuser-Busch. Öll hugmyndafræði í kringum markaðssetningu vatnsins og framleiðsluaðferðir byggir á lágmörkun umhverfisáhrifa og hrein ímynd Íslands er þar í aðalhlutverki. 

Icelandic Glacial, fékk útnefningu BevNET sem besta vatnið 2007  „Best Water of 2007“. Sjá nánar um vatnið og verðlaunin á vef Icelandic Glacial.

Birt:
27. september 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vatnsverksmiðja Iceland Glacial gangsett“, Náttúran.is: 27. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/27/vatnsverksmioja-iceland-glacial-gangsett/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 28. september 2008

Skilaboð: