Endurvinnsluvika haldin í fyrsta sinn hér á landi
Lögð verður áhersla á að kynna mikilvægi endurvinnslu fyrir íslenskt samfélag, sérstaklega á pappa, pappír og plasti. Sérstök áhersla verður lögð á kynningu fyrir unglinga þar sem kannanir benda til að fólk á aldrinum 16-20 ára standi sig einna verst í flokkun sorps. Flestir framhaldsskólar landsins munu taka þátt í endurvinnsluvikunni. Hvatt verður til kennslu um mikilvægi endurvinnslu í lífsleikni í framhaldsskólum og hefur verið útbúið kennsluefni sem aðgengilegt er á vef Úrvinnslusjóðs. Sjá nánar um Endurvinnsluvikuna á vef Úrvinnslusjóðs.
Þess má einnig geta að plaköt og annað kynningarefni frá Náttúran.is verður til sýnis á Endurvinnsluvikunni í Menntaskólanum í Hamrahlíð en um 30 framhaldsskólar víðs vegar á landinu taka þátt í Endurvinnsluvikunni.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Endurvinnsluvika haldin í fyrsta sinn hér á landi“, Náttúran.is: 13. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/13/endurvinnsluvikan/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.