Jólabasar Waldorfskólans í Lækjarbotnum
Ævintýrahellir, brúðuleikhús, barnakaffihús, sirkussýning og kaffisala er aðeins fátt af því sem í boði er á árlegum jólabasar Waldorfskólans í Lækjarbotnum.
-
Á basarnum verður að venju m.a. til sölu handgerð og náttúruleg leikföng úr ull, viði og öðrum lífrænum efnum. Skólinn fjármagnar starfsemi sína að nokkru leiti á því sem jólabasarinn gefur af sér. Af ágóða síðasta jólabasars var t.a.m. hægt að greiða fyrstu útborgun í nýrri skólarútu sem er nauðsynlegt tæki fyrir skóla sem liggur utan við bæjarmörkin. Börnin eru sótt í bæinn á morgnana og keyrð heim eftir skóla. Skólastarfið í Lækjarbotnum grundvallast á mannspekikenningum Rudolf Steiner.
-
Jólabasarinn verður haldinn laugardaginn 25. 11. 2006 og frá kl. 14:00-17:00. Handverkstæðið í Ásgarði í Mosfellsbæ verður síðan með jólabasar sinn viku seinna eða þ. 02. 12. 2006 einnig kl. 14:00-17:00.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Jólabasar Waldorfskólans í Lækjarbotnum“, Náttúran.is: 17. nóvember 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/jolabasar_waldorf/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 15. janúar 2008