Sem hluta af þróun Græna Íslandskortsins hefur Náttúran tekið saman yfirlit yfir þá aðila sem bjóða upp á skipulagðar hvalaskoðunarferðir, samtals sex aðiila og falla þeir því undir yfirflokkinn „Náttúra/Land og vatn“.

Þó að ekki hafi verið til flokkur fyrir hvalaskoðun undir alþjóðlegu flokkunarkerfi Green Map þótti okkur það vera í anda vistvænnar ferðamennsku að vera með sérstakan flokk fyrir hvalaskoðun á Græna Íslandskortinu. Fuglaskoðun er síðan undir öðrum flokki Fuglaskoðun, þó að flest hvalaskoðunarfyrirtæki bjóði jafnframt upp á fulgaskoðun, s.s. ferðir um búsvæði lunda og annarra sjófugla. Fuglaskoðunarflokkurinn tekur þó til mun fleiri aðila eða þrettán. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt koma á framfæri athugsemdum sem varða þennan flokk þá skrifaðu okkur á nature@nature.is.

Grænkortaflokkurinn Hvalaskoðun er skilgreindur á eftirfarandi hátt: „Fyrirtæki sem bjóða upp á hvalaskoðunarferðir“, svo einfalt er það.

Sjá flokkinn „Hvalaskoðun“ á Græna kortinu.

Ljósmynd: Frá siglingu með Eldingu þ. 14. júlí sl., Guðrún Tryggvadóttir.
Tákn: Hvalaskoðunarákn hannað af Guðrúnu Tryggvadóttur hjá Náttúrunni fyrir Græna kortið.

Birt:
13. nóvember 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hvalaskoðun á Græna Íslandskortinu“, Náttúran.is: 13. nóvember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/11/13/hvalaskooun-graena-islandskortinu/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: