Shaktihugleiðsla - leiðin heim í ljósið hið innra

Shakti-hugleiðsla eða Kundalini-hugleiðsla eins og hún er oft kölluð er aldagömul hugleiðsluaðferð sem tengir okkur beint í frumkraftinn sem býr innra með okkur. Við lærum að virkja þennan kraft og nýta til að skapa jafnvægi og velgengni í lífi okkar, líkamlega, tifinningalega og andlega.

Við ástundun Shakti hugleiðslu styrkist minnið, einbeitingin eflist og hugurinn verður skýrari. Innri heilunarkrafturinn eykst og fær tækifæri til að endurnýja og heila líkamann. Þessi hugleiðsla eflir gleði og bjartsýni og gefur okkur sætti og hugarró. Innri leiðsögnin verður skýrari og við öðlumst styrk til að ganga leiðina okkar til blessunar.

Byrjenda hugleiðslunámskeið hefst miðvikudaginn 16. april kl 19:00 í Gerðubergi og verður 4 miðvikudaga kl 19:00 – 21:30. avanika@simnet.is

Framhalds Shakti – Kundalini hugleiðsla

Framhald ætlað öllum þeim er hafa farið í gegnum Kundalini hugleiðslunámskeið. Á þessu námskeiði förum við enn lengra með hugleiðsluna en áður, heimavinna er nauðsynleg til að nýta hana sem best. Þeir sem hafa verið áður eru velkomnir aftur.

Námskeiðið verður á fimmtudögum kl 20:00 – 22:00 og hefst 24. apríl að Elliðavatni.

Regnbogavinna
Ferðalag inn í dulda heima orkustöðvanna. Þetta námskeið hefur það markmið að hjálpa okkur að upplifa, skynja og skilja okkar innri veruleika í gegnum orkustöðvarnar, umbreyta hindrunum í flæði, losa gömul prógröm úr þeim, heila þær, næra þær og draga fram innri kraftinn sem býr í hverri orkustöð. Þetta er sjálfsupplifunar námskeið þar sem við gefumst okkar innri æðri mætti, gyðjunni í okkur og leyfum henni að vinna með okkur innri vinnuna. Þetta er djúpheilunarnámskeið sem losar hefta orku úr læðingi í líkama, tifinningum, huga og sál. Þessa orku notum við síðan til að skapa gleði, kærleika og ný tækifæri í lífinu okkar.

Einnig þjálfum við tækni til að leiða aðra inn í orkustöðvar sínar sem þerapistar til að sækja og umbreyta gömul mynstur sem hindra og hamla einstaklinginn. Allir sem ljúka þessu námskeiði fá viðurkenningarskjal.

Heimaverkefni: Finna sér tvo til þrjá skjólstæðinga til að vinna með í regnbogavinnu og gera skýrslur um viðkomandi. Einnig vinnum við heima með eigin orkustöðvar í hugleiðslu og á annan hátt þar til við hittumst næst.
Blómadropar eru teknir inn fyrir hverja orkustöð milli námskeiðskvölda.

Það er skilyrði fyrir þátttöku í þessu námskeiði að nemandinn sem leggur upp í þetta ferðalag sé tilbúinn til að bera ábyrgð á sjálfum sér. Kennt verður Yamas og Niyamas sem geyma lykla að lögmálum lífsins. Við þá ástundun kemst nemandinn alla leið að andlegri fullkomnum eins og hægt er á jarðneska vísu.

Allir blómadropar eru innifalnir í námskeiðsgjaldi.

Námskeiðið verður á þriðjudögum kl 18:00 – 22:00 frá 8. apríl til 3. júní að einum þriðjudegi undanteknum. Takmarkaður nemenda fjöldi á námskeiðinu. Upplýsingar og skráning hjá Kristbjörgu 861 1373 og Ástu Bárðar 844 8588 eða á

Jógakennaranám 2008

Næsta námskeið hefst 6. - 20. ágúst og fer fram í Bláfjöllum. Heldur svo áfram 8. sept. – 30. oktober 2008 í Reykjavík á fimmtudagskvöldum og jógatímar á mánudögum og miðvikudögum.

Birt:
25. mars 2008
Tilvitnun:
Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir „Jóga- og blómadropaskóli Kristbjargar með ný námskeið“, Náttúran.is: 25. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/25/joga-og-blomadropaskoli-kristbjargar-meo-nu-namske/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: