Eigið fé mölbúans
Væri ekki skemmtilegt fyrir borgarbörnin stór og smá að eignast lamb í sveitinni og fá að fylgjast með því þroskast og dafna. Ekki er langt síðan að Íslendingar voru bændaþjóð og börnin fengu tækifæri til að dvelja á alvöru sveitabæ á sumrin. Nú er sagan önnur en eins og margir muna kannski eftir var það alveg sérstök tilfinning að eignast lamb í sveitinni, þó ekki væri nema að nafninu til.
Sú snjalla hugmynd vaknaði hjá frumkvöðlinum Hlédísi Sveinsdóttur að gefa mölbúanum tækifæri á að eignast lamb, fylgjast með því og nýta afurðir þess. Á vefnum kindur.is er hægt að fræðast nánar um verkefnið og hvernig kaupin fara fram á eyrinni.
Sjá myndir frá opnun kindur.is á vef Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins.
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Eigið fé mölbúans“, Náttúran.is: 1. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/01/eigio-fe-molbuans/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 16. febrúar 2011