Heilsuvörur á Náttúrumarkaði
Heilsuvörur eru vörur sem stuðla að bættri heilsu á einhvern hátt. Í dag er nokkuð erfitt að skilgreina hvað flokkast undir heilsuvörur og hvað ekki, því úrvalið er gríðarlegt og hugtakið heilsa svo víðfemt. Það sem fyrir einn er hollt er kannski óheppilegt fyrir annan svo það er erfitt að alhæfa í því sambandi. Til að mynda eru þarfir ófrískra kvenna aðrar en fullorðins karlmanns. Staðhæfingar á umbúðum hlýta reglum Umhverfisstofnunar og þar sem við á einnig reglum Lyfjastofnunar. Hér á Náttúrunni eru allar upplýsingar skráðar sem koma fram á umbúðunum. Heilsuvörur geta verið bæði til inntöku eða notaðar útvortis. Í heilsuvörudeildinni finnur þú fjölmargt, því náttúran sér okkur fyrir miklu úrvali af jurtum, sjávarfangi, snefilefnum og flestu sem getur stuðlað að bættri heilsu. Sumar vörur eru byggðar á hefðum, alþýðulækningum eða almennum daglegum venjum í gegnum tíðina, aðrar á vísindalegum rannsóknum. Leitið alltaf til læknis við alvarleg líkamleg einkenni eða sjúkdóma.
Grafík: Tákn heilsuvörudeildar Náttúrumarkaðarins, hönnun: Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran er ehf.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Heilsuvörur á Náttúrumarkaði“, Náttúran.is: 16. febrúar 2014 URL: http://nature.is/d/2007/11/02/heilsuvrur-nttrumarkai/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 2. nóvember 2007
breytt: 28. mars 2014