Tófu skorið í frekar litla teninga og látið liggja í sölva- eða þarasósu í 15-20 mínútur. Sósunni hellt af. Tófú-teningunum er velt upp úr grófu spelti, þannig að speltið þeki allar hliðar. Steikt í olíu á pönnu við góðan hita þar til allar hliðar eru gullinbrúnar. Með þessum rétti er gott að hafa annað hvort soðið grænmeti í beltisþara (kombu) eða steikt grænmeti.

Þarasósa frá Hollustu úr hafinu fæst hér á Náttúrumarkaði.
Ristaður beltisþari frá Hollustu úr hafinu fæst hér á Náttúrumarkaði.

Birt:
23. maí 2007
Höfundur:
Hollusta úr hafinu
Tilvitnun:
Hollusta úr hafinu „Tófú-réttur“, Náttúran.is: 23. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/23/tf-rttur-hollusta-r-hafinu/ [Skoðað:4. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 15. janúar 2008

Skilaboð: