Nytjasveppir í náttúru Íslands
Í dag laugardaginn 11.september kl. 13:00 verður boðið upp á klukkutíma langa fræðslu og gönguferð á vegum Sesseljuhúss þar sem Michele Rebora mun leiðbeina og fræða fólk um íslenska nytjasveppi.
Gestum er bent á að taka með sér hnífa og bastkörfur til að geta tínt sveppi.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis!
Sesseljuhús er umhverfis- og fræðslusetur um umhverfismál og sýningarhús um sjálfbærar byggingar. Sesseljuhús er staðsett í hjarta Suðurlands, að Sólheimum í Grímsnesi og þar fer fram alhliða fræðsla um umhverfismál. Í Sesseljuhúsi er meðal annars boðið upp á háskólanám fyrir bandaríska nemendur og valnámskeið fyrir nemendur Grunnskólans Ljósaborgar, sem er grannskóli Sólheima. Haldin eru málþing, fundir og námskeið þar sem allir eru velkomnir. Á hverju sumri er opnuð sýning um umhverfismál í tengslum við Menningarveislu Sólheima og að auki er gefið út fræðsluefni.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Nytjasveppir í náttúru Íslands“, Náttúran.is: 11. september 2010 URL: http://nature.is/d/2010/09/11/nytjasveppir-i-natturu-islands/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. september 2010