í maímánuði var tilkynnt um samkeppni um hönnun úr íslenskri ull undir yfirskriftinni „Þráður fortíðar til framtíðar“ en markmiðið með samkeppninni er að auka áhuga á fjölbreyttri hönnun þar sem notuð er íslensk ull, annað hvort eingöngu eða með öðrum efnisviði og verðlauna þá sem fara þar fremstir í flokki.

Því er skemmst frá að segja að metþátttaka var í keppninni en skilafrestur rann út föstudaginn 3.júlí.  Yfir 300 bögglar bárust og mikil vinna er því fyrir höndum fyrir dómnefndina.

Keppt er í tveimur flokkum, annars vegar flíkur og hins vegar opinn flokkur. Það má búast við að fjölbreyt verk komi uppúr bögglunum og verður spennandi að fylgjast með þegar að úrslit verða kunngjörð á  Handverkshátíð 2009 í Hrafnagilsskóla en 20 verk úr hvorum flokki verða valin á sýninguna. Tilnefningar til verðlauna verða kynntar hálfum mánuði fyrir hátíð.
 
Myndin var tekin föstudaginn 3.júlí, af innsendum bögglum til samkepnninar, en á myndinni eru frá vinstri Ester Stefánsdóttir stjórnandi samkeppninnar og Dóróthea Jónsdóttir framkvæmdastjóri Handverkshátíðar 2009
 

Birt:
7. júlí 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Þráður fortíðar til framtíðar“, Náttúran.is: 7. júlí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/07/07/thraour-fortioar-til-framtioar/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: