Grænn apríl gangsettur
Grænn apríl byrjaði með pompt og pragt í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun þar sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra klippti á borða Græns apríls og sagði hann settann og minnti á að maí, verði grænni, júni ennþá grænni o.s.fr.
Fyrir Grænum apríl standa samnefnd samtök sem hafa það að markmiði að hvetja ríkisstjórnina, sveitarstjórnir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að vinna saman að því að gera apríl að „grænum mánuði“. Um 50 þátttakendur hafa nú þegar skráð sig á heimasíðu Græns apríls og fólk, fyrirtæki og sveitarfélög eru hvött til að skrá sig í félagið og taka þátt í Grænum apríl.
Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á Graennapril.is.
Ljósmynd: Vala Matt skreytir Þórunni Sveinbjarnardóttur „orðu“ Græns apríls, barmmerki sem þingmenn fengu í gær. Ljósm. Maríanna Friðjónsdóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Grænn apríl gangsettur“, Náttúran.is: 1. apríl 2011 URL: http://nature.is/d/2011/04/01/graenn-april-gangsettur/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.