Félag garðplöntuframleiðenda opnaði í vikunni nýjan vef gardplontur.is en vefurinn er afrakstur verkefninu „Selja“ sem félagið hefur unnið að um nokkurt skeið þar sem markmiðið hefur verið að safna myndum og helstu upplýsingum um allar garðplöntur sem íslenskar garðplöntustöðvar bjóða til sölu. Upplýsingarnar hafa verið skráðar í gagnagrunn sem er grunnurinn fyrir vefinn gardplontur.is. Með aðgangi að vefnum geta íslenskar garðplöntustöðvar haft samræmdar merkingar á sölusvæðum sínum, til mikils hagræðis fyrir viðskiptavinina. Fánaröndin, sem íslensk garðyrkja auðkennir framleiðslu sína með, auðkennir einnig íslenskar garðplöntur.

Með framtakinu er allur aðgangur að upplýsingum um fáanlegar garðplöntur í 18 garðyrkjustöðvum á landinu samræmdur og gerður aðgengilegri sem ætti að gera leitina að plöntunum bæði skemmtilegri og árangursríkari.

Vefurinn á vafalaust eftir að vaxa og dafna en það væri einnig til hagræðis ef hægt væri að hafa verð á plöntum hverrar stöðvar skráðar þannig að vefurinn gæti einnig verið ákveðinn samkeppnisvettvangur í verði. Nú á síðustu og dýrustu tímum skiptir það fólk miklu máli hvað plönturnar kosta.

Birt:
22. maí 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Garðplöntuframleiðendur opna vef um garðplöntur “, Náttúran.is: 22. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/22/garoyrkjubaendur-opna-vef-um-garoplontur/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 23. maí 2009

Skilaboð: