IKEA hættir að selja glóperur
IKEA hefur í hyggju að hætta að selja hefðbundnar glóperur og selja í staðinn umhverfisvænni sparperur. Dagsetning á þessu breytta fyrirkomulagi er 1. september 2010 en þá mun IKEA skipta Glöda glóperum út fyrir Sparsam orkusparandi perur og Halogen perur með skrúfgangi.
Þessi ákvörðun er í samræmi við reglugerð evrópska efnahagssvæðisins en í Ecodirective 32/2005 kveður á um að neytendum verði bent á að nota sparperur í stað glópera og sölu á glóperum verði jafnframt hætt í skrefum.
Athugið að sparperur sem og flúorperur, halogenperur og allar aðrar perur fara í sérstakan endurvinnsluflokk „Ljósaperur“ þar sem perur sem innihalda kvikasilfur fá sérstaka meðhöndlun þar sem kvikasilfrið er aðskilið frá gleri og öðru og því eytt sérstaklega. Afgangurinn fer til urðunar.
Tekið er við perum til endurvinnslu í verslun IKEA og á endurvinnslustöðvum Sorpu og endurvinnslustöðvum í Grindavík og Vogum Vatnsleysuströnd en RR-skil vinnur nú að því að innleiða tilskipun Evrópusambandsins þar sem framleiðendur/innflytjendur hafa verið gerðir ábyrgir fyrir söfnun og endurvinnslu á raf- og raftækjaúrgangi sem þeir koma í umferð.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „IKEA hættir að selja glóperur“, Náttúran.is: 30. september 2009 URL: http://nature.is/d/2009/09/30/ikea-haettir-ao-selja-gloperur/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 1. desember 2010