Ellý Katrín Guðmundsdóttur núverandi forstjóri Umhverfisstofnunar sótti nýlega um gamla starfið sitt sem sviðsstóri Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar, og hlotnaðist það. Því er starf forstjóra Umhverfisstofnunar aftur laust til umsóknar. Ellý Katrín hóf störf á Umhverfisstofnun í byrjun apríl á þessu ári.

Í auglýsingunni á vef stofnunarinnar segir:

Embætti forstjóra Umhverfisstofnunar laust til umsóknar

Starfssvið:

  • Stjórnun og stefnumótun stofnunarinnar
  • Ábyrgð á rekstri
  • Áætlanagerð
  • Starfsmannamál
  • Samskipti við stjórnvöld og hagsmunaaðila

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf og þekking á verksviði stofnunarinnar
  • Stjórnunarreynsla
  • Leiðtogahæfileikar og geta til að hvetja aðra til árangurs
  • Frumkvæði og metnaður til að sýna árangur í starfi og kraftur til að hrinda verkum í framkvæmd

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um stöðuna.

Umhverfisstofnun annast stjórnsýslu umhverfismála á vegum ráðuneytisins og fer með leiðandi hlutverk í framkvæmd umhverfismála á Íslandi.

Eftirfarandi málaflokkar heyra undir stofnunina: náttúruvernd, mengunarvarnir, hollustuhættir, efni- og efnavörur, veiðistjórn og dýravernd. Hjá stofnuninni starfa um 60 manns.

Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) og Herdís Rán Magnúsdóttir (herdis.magnusdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum. Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar nk. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is.

Birt:
17. desember 2007
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Forstjóri óskast til Umhverfisstofnunar“, Náttúran.is: 17. desember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/12/17/forstjori-oskast-til-umhverfisstofnunar/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: